140. löggjafarþing — 79. fundur,  28. mars 2012.

stjórn fiskveiða.

657. mál
[17:23]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Hér er ekki gert ráð fyrir að gera neinar breytingar á því hvernig fyrirtæki greiða sinn kostnað, laun, fjárfestingar og aðra þætti heima í héraði, standa undir sínum lánum eða greiða almennan arð til eigenda sinna. Hér er bara verið að fjalla um það að þegar hagnaður í greininni er gríðarlega mikill renni hluti af honum til almennings. En þegar hagnaður í grein er gríðarlega mikill rennur slíkur umframhagnaður iðulega til eigendanna og eigendurnir búa býsna margir hér í póstnúmeri 101, ef ég þekki rétt.