140. löggjafarþing — 79. fundur,  28. mars 2012.

stjórn fiskveiða.

657. mál
[17:23]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég vil spyrja hv. þm. Helga Hjörvar, formann efnahags- og viðskiptanefndar, hvort honum sé ekki kunnugt um að aukið framsal í kvóta þýði aukna arðsemi í greininni og að þær miklu takmarkanir að binda 80% af kvótanum við byggðir og hafa 3% tap við hvert framsal muni skaða arðsemi greinarinnar.

Þá vil ég spyrja hann hvort honum þyki betra að stjórnmálamenn séu að ráðskast með kvótann í nafni þjóðarinnar en að dreifa kvótanum á íbúa landsins eins og ég geri ráð fyrir í mínu frumvarpi.