140. löggjafarþing — 79. fundur,  28. mars 2012.

stjórn fiskveiða.

657. mál
[17:26]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Hugmyndir Péturs H. Blöndals um að dreifa kvótanum til þjóðarinnar (PHB: Í botn.) geta verið áminning til útgerðarinnar um að auðvitað er það frumvarp sem hér liggur fyrir málamiðlun milli sjónarmiða, annars vegar um að taka allan kvótann og láta landsmenn hafa hann og hins vegar að hafa algerlega óbreytt fyrirkomulag.

Sovétkerfi, segir þingmaðurinn, það er auðvitað fjarri öllu lagi. Þeir sem vilja stunda handfæraveiðar uppfylla bara þær reglur sem um þær gilda og uppboð munu ráða úthlutun úr leigupottunum.

Af því að ég náði ekki að svara hv. þm. Gunnari Braga áðan þegar hann spurði mig um — nei, nú sé ég að ljósið er farið að blikka aftur, ég reyni að koma því við í seinni andsvörum.