140. löggjafarþing — 79. fundur,  28. mars 2012.

stjórn fiskveiða.

657. mál
[20:46]
Horfa

Jón Bjarnason (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Þó að ég gagnrýni stefnu samstarfsflokksins í ríkisstjórn sem við höfum þurft að takast þar hart á um held ég að það yrði enn þá erfiðara að ná þokkalegu samkomulagi við Sjálfstæðisflokkinn í þessum efnum. (Gripið fram í: Við erum ekki sammála …) Í þeim samanburði verður að segja að þau átök eru (Gripið fram í: Styðurðu ríkisstjórnina?) þannig að ég held að það sé rétt fyrir hv. þingmann að hafa það í huga. Þetta mál hefur verið lagt hér fram og við eigum eftir að sjá hvaða breytingar verða gerðar á því. Ég hef áður sagt að ég styðji ríkisstjórnina til allra góðra verka en ekki til verka sem ég er fullkomlega ósammála henni um. Það gerir enginn þingmaður. En ég styð hana til góðra verka og ég treysti því að þetta frumvarp taki þeim breytingum sem þarf til að uppfylla þau skilyrði sem sett eru um að tryggja rétt byggðanna, í að ganga ekki svo á rétt byggðanna sem þetta frumvarp gerir, bæði í því að skera niður byggðatengingar og byggðakvótann og eins með óhóflegri (Forseti hringir.) skattlagningu á sjávarbyggðirnar án þess að skila þeim til baka að hluta eins og ég hef lagt til.