140. löggjafarþing — 79. fundur,  28. mars 2012.

stjórn fiskveiða.

657. mál
[20:52]
Horfa

Unnur Brá Konráðsdóttir (S) (andsvar):

Hæstv. ráðherra. Ég skal reyna að svara spurningunni en mig skortir þekkingu til þess að svara þeirri spurningu hvers vegna aðalsamningamaðurinn var látinn hætta. Það var vart af sömu ástæðum og hv. þingmaður var látinn hætta í ríkisstjórninni, en ég veit það ekki, það kemur kannski einhver hingað upp og útskýrir það fyrir okkur.

Í ljósi þessara ummæla og í ljósi þeirrar stefnu sem ríkisstjórnin er þarna að taka með því að losa sig í rauninni við eða segja upp, eða hvernig sem það var, aðalsamningamanninum okkar, hver er þá staðan, hv. þm. Jón Bjarnason? Treystir hv. þingmaður núverandi sjávarútvegsráðherra til þess að fara með okkar hagsmuni í þessari makríldeilu? Hver er staðan í þeirri deilu, hver er afstaða ríkisstjórnarinnar til hennar og hvert er sambandið á milli þess og þeirrar aðlögunar sem Ísland er í?