140. löggjafarþing — 79. fundur,  29. mars 2012.

stjórn fiskveiða.

657. mál
[01:35]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Fyrir nokkrum árum var sett á laggirnar sáttanefnd og hún komst að þeirri niðurstöðu að það ætti að gera nýtingarsamninga við ríkið um afnot af auðlindinni. Um leið og þessi sáttanefnd komst að þessari niðurstöðu viðurkenndi hún í reynd ríkið sem eiganda að auðlindinni sem átti þó að vera í sameign þjóðarinnar. Ég spyr hv. þingmann: Telur hann að það hafi verið mistök að ríkisvæða kvótann með þessum hætti? Hefði ekki verið betra að huga betur að því að átta sig á því hver þjóðin var í raun og veru, þ.e. íbúarnir?

Þetta frumvarp gengur út á að menn hafi 15 ár fram í tímann í friði en það verður alltaf minni og minni heimild til framsals. Það sem fer fram yfir 2032 verður ekki hægt að framselja, það verður bara pikkfast. Mun það ekki leiða til (Forseti hringir.) skertrar arðsemi?