140. löggjafarþing — 79. fundur,  29. mars 2012.

stjórn fiskveiða.

657. mál
[01:38]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Mér finnst hv. þingmaður skauta létt yfir mismuninn á ríki og þjóð og mér finnst það hættulegt vegna þess að þetta er meginatriði. Ríkið veitir til dæmis ríkisábyrgð og þar með getur fallið krafa á ríkið þannig að ef ríkið er eigandi auðlindanna geta kröfuhafarnir gengið að þeim. Þess vegna er meðal annars svo mikilvægt að gerður sé munur á ríki og þjóð.

Ég tek hins vegar alveg undir og ítreka það að arðsemi kerfisins er háð því hvað framsal er létt. Ef það á að takmarka framsal með þvílíkum hætti sem hér er talað um verður arðsemi sjávarútvegsins minni og þar með þjóðfélagslegur hagur þjóðarinnar af þessari atvinnugrein. Við getum jafnvel lent í því að við verðum með tap á sjávarútvegi eins og var einu sinni.