140. löggjafarþing — 79. fundur,  29. mars 2012.

stjórn fiskveiða.

657. mál
[01:47]
Horfa

Jón Gunnarsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er margt óljóst í þessu frumvarpi og eins og ég segi og sagði áður í ræðu minni á eftir að fara fram mikil og tímafrek vinna til að komast til botns í mörgum greinum þess. Það er auðvitað algjörlega óásættanlegt. Þetta er eitt af þeim málum sem þarf að skoða og eðlilegast væri að hæstv. ráðherra sjávarútvegsmála, settur ráðherra, mundi fara yfir þetta með okkur hér og gefa okkur eina stutta ræðu til að skýra þetta út og kannski önnur atriði og aðrar spurningar sem hafa komið fram í dag. Það hefur verið lítið um svör, hæstv. ráðherra hefur lítið komið að þessari umræðu. Þarna er auðvitað um mikilvægt atriði að ræða og mikilvægt að menn séu ekki í einhverri óvissu um að fá úthlutanir sínar á réttum tíma, þeir miða sinn rekstur við það. Þetta er því (Forseti hringir.) greinilega atriði sem þarf að skoða miklu betur.