140. löggjafarþing — 79. fundur,  29. mars 2012.

stjórn fiskveiða.

657. mál
[02:02]
Horfa

mennta- og menningarmálaráðherra (Katrín Jakobsdóttir) (Vg) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ég lýsi yfir ánægju minni með fundarstjórn forseta og þá umræðu sem hér hefur verið þar sem ég lít svo á að ég hafi leitast við að svara þeim spurningum sem hafa verið bornar upp. Ég fullvissa hv. þingmenn um að þó að umræðan í dag hafi verið prýðileg er henni engan veginn lokið. Það á eftir að ræða málið við frekari umræður í þingsal og í nefnd og ég efa það ekki að hæstv. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra mun þar fá tækifæri til að svara þeim spurningum sem snúa að honum persónulega eins og þeirri sem hv. þm. Jón Gunnarsson nefndi hér síðast.