140. löggjafarþing — 79. fundur,  29. mars 2012.

stjórn fiskveiða.

657. mál
[02:56]
Horfa

Ragnheiður E. Árnadóttir (S) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég verð að byrja á því að lýsa yfir ákveðnum vonbrigðum með svör hæstv. forseta um það hversu lengi hún hyggist láta þennan þingfund standa. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um það, sagði hæstv. forseti. Ég verð að viðurkenna að ég sætti mig ekki við slík svör, frú forseti.

Í öðru lagi tek ég undir þær beiðnir sem hér hafa komið fram um að hæstv. forsætisráðherra verði viðstödd umræðuna, sérstaklega í ljósi þess að hæstv. sjávarútvegsráðherra er eins og hér hefur komið fram ekki í færum til að koma til fundar. Því er lykilatriði að fá hingað hæstv. forsætisráðherra sem hefur, eftir því sem ég best hef getað tekið saman, ekki tjáð sig í þessari umræðu. Hún tjáði sig ekki í sjávarútvegsumræðunni í fyrra, fyrir tæpu ári síðan, heldur virðist sem hún tjái sig einungis um sjávarútvegsmál (Forseti hringir.) í vernduðu umhverfi flokksráðsfunda Samfylkingarinnar. Ég óska eftir að hún verði kölluð til fundar, frú forseti.