140. löggjafarþing — 79. fundur,  29. mars 2012.

stjórn fiskveiða.

657. mál
[03:01]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ég óska eftir því að ræða um fundarstjórn forseta. Ég hef fullan skilning á því að hæstv. sjávarútvegsráðherra óttist það að taka þátt í þessari umræðu. Ég ætla ekki að ræða það, ég vil ræða af hverju við erum að ræða hérna um mál klukkan þrjú að nóttu. Er það eðlilegur fundartími? Mér finnst hann óeðlilegur og ég bendi hæstv. forseta á að aðalforseti Alþingis lagði áherslu á það þegar hann tók við störfum — frú forseti, ég þarf ekki að segja það. [Hlátur í þingsal.]