140. löggjafarþing — 79. fundur,  29. mars 2012.

stjórn fiskveiða.

657. mál
[03:02]
Horfa

Bjarni Benediktsson (S) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Þetta verður eftirminnileg ræða sem hér var síðast flutt. Það þurfti ekki að flytja hana alla, það hafa allir [Hlátur í þingsal.] heyrt hana margoft. Ég vildi benda á, virðulegi forseti, að enn eru margar vikur eftir af starfsáætlun Alþingis. Sú staða er ekki uppi nú sem gjarnan er undir lok starfsáætlunar að þingið hafi engan tíma fyrir framan sig til að ljúka málum. Þvert á móti erum við í þeirri stöðu að mál það sem hér er á dagskrá er nýkomið fram líkt og málið sem við ræddum fram á rauðan morgun í gær og þess vegna sætir mikilli furðu með allan þennan tíma sem þingið hefur — þó að ég efist reyndar um að hann dugi til að ljúka skoðun á sjávarútvegsfrumvörpunum tveimur — að við séum hér langt fram á nótt. Mér finnst ekki komin fram nægileg skýring (Forseti hringir.) á því hvers vegna það er þegar málið er hér eingöngu í 1. umr.