140. löggjafarþing — 80. fundur,  29. mars 2012.

stuðningur við ríkisstjórnina o.fl.

[11:23]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S):

Virðulegi forseti. Við komumst kannski að því seinna hvað er nákvæmlega rétt í þessu máli sem hér er rætt undir liðnum um fundarstjórn forseta. Þá er ég að vísa í það hvernig þessir samningar Hreyfingarinnar og stjórnarinnar voru raunverulega en það er áhugavert að sjá áherslu ríkisstjórnarinnar þessa dagana.

Ég tek undir með hv. þm. Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni sem vekur hér athygli á því sem hefur komið fram í umræðunni um sjávarútvegsmál, ég ætla ekki að segja að það sé alveg til hliðar, að hv. þm. Jón Bjarnason sem var eini stjórnarliðinn sem stóð í lappirnar í makríldeilunni — við þekkjum það að hv. þingmenn Samfylkingar eru kannski ekki best til þess fallnir að semja við Evrópusambandið svo við tökum ekki dýpra í árinni. (Forseti hringir.) Hér hefur komið fram að hæstv. forsætisráðherra og aðrir gengu mjög langt í að koma (Forseti hringir.) hv. þm. Jóni Bjarnasyni út úr ríkisstjórninni.

(Forseti (ÁRJ): Tíminn er liðinn.)

Við sjáum núna að samningamaðurinn er farinn (Forseti hringir.) og það veldur öllum Íslendingum áhyggjum.

(Forseti (ÁRJ): Forseti hvetur þingmenn til að virða hér tímamörk. Það gilda lög um vinnubrögðin á þinginu.) (SDG: Ekki sömu fyrir alla.)