140. löggjafarþing — 80. fundur,  29. mars 2012.

stuðningur við ríkisstjórnina o.fl.

[11:30]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S):

Virðulegi forseti. Ég verð einn af fáum hv. þingmönnum sem mun tala um fundarstjórn forseta undir liðnum um fundarstjórn forseta. Ég held að orð síðasta ræðumanns, hv. þm. Árna Þórs Sigurðssonar, kalli enn frekar á það að við ræðum þau mál sem hv. þingmaður ræddi undir liðnum um fundarstjórn forseta. Það var ekki um fundarstjórn forseta þannig að ég ætla ekki að ræða það hér, en ég hvet virðulegan forseta til að sjá til þess að við getum rætt þetta alvarlega mál. Það er augljóst af orðum hv. þm. Árna Þórs Sigurðssonar að hér er eitthvað á ferðinni.

Við sjáum líka hvað gerðist varðandi samningamanninn, við höfum séð framgönguna gagnvart hv. þm. Jóni Bjarnasyni og núna síðast heyrðum við ræðu hv. þm. Árna Þórs Sigurðssonar. Ég held að við verðum að ræða þetta brýna hagsmunamál og ég hvet virðulegan forseta til að sjá til þess að við getum rætt það. Hér er um mikla þjóðarhagsmuni að ræða og við þekkjum það hvernig hæstv. ríkisstjórn hefur haldið á málum sem snúa að hagsmunum þjóðarinnar. Ég ætla ekkert að rifja það (Forseti hringir.) sérstaklega upp en hvet virðulegan forseta til að sjá til þess að við getum rætt þetta mál.