140. löggjafarþing — 80. fundur,  29. mars 2012.

ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga.

636. mál
[11:44]
Horfa

Frsm. meiri hluta stjórnsk.- og eftirln. (Valgerður Bjarnadóttir) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég skil ekki alveg spurninguna. Ég ætla ekki að blanda forsetakosningum inn í þetta mál hér. Þegar ég tala fyrir þessari þjóðaratkvæðagreiðslu ætla ég ekki að tala um einstaka frambjóðendur til forsetaembættis þannig að ég verð að láta þingmanninn einan um það í þessum sal.