140. löggjafarþing — 80. fundur,  29. mars 2012.

ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga.

636. mál
[11:52]
Horfa

Frsm. meiri hluta stjórnsk.- og eftirln. (Valgerður Bjarnadóttir) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Eins og komið hefur fram í umræðum hefur verið hér mikill og ítarlegur inngangur að því að leggja fram nýja stjórnarskrá. Hér var til dæmis haldinn þjóðfundur og skipuð stjórnlaganefnd sjö fræðimanna. Þau voru ekki öll fræðimenn í stjórnskipunarrétti heldur valinkunnir borgarar, eins og okkur þykir svo fínt að segja hér. Út úr þeirri skýrslu komu tvær tillögur að stjórnarskrá. Stjórnlagaráð hefur tekið þessa skýrslu og þjóðfundinn og komist að samkomulagi um tillögu sem ég tel mjög góðan grunn að því að semja stjórnarskrá á og ég treysti mér að til standa við það.