140. löggjafarþing — 80. fundur,  29. mars 2012.

ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga.

636. mál
[11:54]
Horfa

Frsm. meiri hluta stjórnsk.- og eftirln. (Valgerður Bjarnadóttir) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Svo ég reyni að útskýra þetta á mannamáli tel ég að þegar vísað er til þjóðareignar sé það sem sagt ekki í einkaeigu, já, það sem einstaklingar eiga ekki, einhver bóndi einhvers staðar eða einhver annar á einhvers staðar. (Gripið fram í.) Það á ekki að gera það upptækt, það er alveg ljóst. Ég taldi það alltaf ljóst en þetta var sett inn til skýringar fyrir þá sem vildu ekki alveg skilja það. Ég tel að þjóðareignin sé þá eign þjóðarinnar og að hún verði hvorki seld né veðsett af þeim sem fara með völd í landinu.

Ég vitna til þess hvernig farið hefur verið með þjóðgarðinn á Þingvöllum. Ég er ekki með bókina með mér þannig að ég treysti mér ekki til að fara nákvæmlega með það hvernig það er skýrt en það er (Gripið fram í.) sá skilningur sem ég legg í þjóðareign.