140. löggjafarþing — 80. fundur,  29. mars 2012.

ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga.

636. mál
[11:55]
Horfa

Lilja Mósesdóttir (U) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég hef ásamt hv. þm. Jóni Kr. Arnarsyni og hv. þm. Valgeiri Skagfjörð lagt fram breytingartillögur við spurningar hv. stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Í þessum breytingartillögum eru lagðar fram spurningar til þess að fá fram álit kjósenda á því hvort þeir vilja takmarka rétt sinn til að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um mál sem snúast um allt annað en þjóðréttarlegar skuldbindingar og skattamál. Ástæða þess að okkur finnst nauðsynlegt að setja inn spurningar um hvort kjósendur geti farið fram á þjóðaratkvæðagreiðslu um sérstaklega skattamál er Icesave-málið svokallaða. Þjóðin áttar sig kannski ekki á því að með því að samþykkja tillögur stjórnlagaráðsins (Forseti hringir.) er hætta á því að þegar mál eins og Icesave kemur inn í þingið (Forseti hringir.) sé það þingsins að taka ákvörðun en ekki þjóðarinnar að biðja um þjóðaratkvæðagreiðslu um það.