140. löggjafarþing — 80. fundur,  29. mars 2012.

ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga.

636. mál
[12:38]
Horfa

Ásmundur Einar Daðason (F) (andsvar):

Frú forseti. Mig langaði að inna hv. þingmann aðeins betur eftir því hvað hann telji að kunni að búa að baki því að menn vilji ekki setja þessa spurningu fram. Það hefur heyrst hjá einstökum þingmönnum, til að mynda Samfylkingarinnar, að þeir séu mjög mótfallnir því að þessi breytingartillaga verði samþykkt. Ég vil kannski bara hnykkja á spurningunni: Mun hv. þingmaður styðja þessa breytingartillögu? Hvað telur hann að búi að baki því þegar margir hv. þingmenn segja að ekki sé eðlilegt að spyrja þjóðina að þessari spurningu? Kann að vera að einhverjir hv. þingmenn í stjórnarliðinu séu einfaldlega hræddir við að spyrja hennar sem svarið við henni gæti orðið þeim þvert um geð?