140. löggjafarþing — 80. fundur,  29. mars 2012.

ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga.

636. mál
[12:39]
Horfa

Frsm. 1. minni hluta stjórnsk.- og eftirln. (Birgir Ármannsson) (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég er kannski ekki í aðstöðu til að skyggnast í hugarheim annarra um þessi efni, en ég held hins vegar, ef ég tala bara út frá eigin brjósti, að miðað við þær ógöngur sem aðildarumsóknarferli að Evrópusambandinu er á margan hátt komið í tel ég eðlilegt að leitað sé eftir afstöðu þjóðarinnar.

Ég vek líka athygli á því að til meðferðar er í þinginu tillaga frá hv. þm. Vigdísi Hauksdóttur um svipað efni sem legið hefur óhreyfð eftir því sem mér best skilst í utanríkismálanefnd um margra mánaða skeið (VigH: Margra ára skeið.) og jafnvel á fleiri en einu þingi, ég þekki það ekki svo nákvæmlega. En við getum orðað það þannig að ef til þess væri vilji hjá meiri hlutanum á þingi (Forseti hringir.) að spyrja þeirrar spurningar sem hv. þm. Vigdís Hauksdóttir stingur hér upp á, hafa menn haft marga mánuði til að hrinda því í framkvæmd.