140. löggjafarþing — 80. fundur,  29. mars 2012.

ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga.

636. mál
[14:20]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta stjórnsk.- og eftirln. (Vigdís Hauksdóttir) (F) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Það var farið vel yfir það í morgun hvað ætti heima undir þessum lið, fundarstjórn forseta, og ég tel að sá þingmaður sem talaði á undan mér hafi verið að ræða efnislega um málið en ekki um fundarstjórn forseta. En svo öllu sé til haga haldið þá sagði ég, og ég hvet hv. þingmann til að fá útprentun á ræðu minni, að ég hafi oft hugsað með mér hvort þetta hafi verið bylting eða valdarán vorið 2009. Ég fullyrti ekkert í þeim málum. En ég veit ekki í hvaða skapi hv. þingmaður er í dag. Heilsufar hans einkennist kannski af heilsufari ríkisstjórnarinnar því að hægt er að staðfesta að það er mikið uppnám í herbúðum ríkisstjórnarinnar og það sást best á svörum hæstv. ráðherra í morgun. Svo er forsprakkinn staddur úti í Kanada og allt í klúðri, virðist vera.