140. löggjafarþing — 80. fundur,  29. mars 2012.

ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga.

636. mál
[14:25]
Horfa

Frsm. meiri hluta stjórnsk.- og eftirln. (Valgerður Bjarnadóttir) (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Þetta kemur fundarstjórn forseta kannski ekki beint við en ég get ekki tekið því að ég sé sökuð um að ljúga í ræðustól Alþingis. Það hef ég ekki gert og mun aldrei gera þannig að mér finnst að rétt væri að áminna þingmenn sem bera samþingmenn sína því að þeir ljúgi í þessum sal og í þessum stól. (Gripið fram í.) Það er ýmislegt sem við höfum þurft að umbera, ef ég má orða það svo, á nefndarfundum af hálfu hv. þingmanns, en að hann saki okkur í þessum ræðustól um að ljúga er óþolandi.