140. löggjafarþing — 80. fundur,  29. mars 2012.

ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga.

636. mál
[14:26]
Horfa

Ásmundur Einar Daðason (F) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ég hygg að hv. þm. Vigdís Hauksdóttir hafi á sínum tíma ekki vitnað með beinum hætti í það sem gerðist á þessum nefndarfundi, en það var ekki það sem ég ætlaði að ræða hér.

Í upphafi umræðunnar sagði hv. þm. Valgerður Bjarnadóttir að mikilvægt væri að halda umræðum áfram til að hægt væri að klára málið fyrir miðnætti. Ég beini því til forseta að það er sérstakt að hv. stjórnarþingmenn fari í ræðustól undir liðnum um fundarstjórn forseta með það að markmiði að því er virðist að tefja þingfund. Ég vil bara beina því til hæstv. forseta og þingmanna allra að við höldum áfram umræðum um málið. Það eru margir á mælendaskrá og meðal annars sá sem hér stendur sem hefur í hyggju að flytja ræðu um málið í dag. Það væri jákvætt ef við kæmumst áfram með umræðuna ef hv. stjórnarþingmenn gætu setið á sér með það málþóf sem þeir virðast (Forseti hringir.) hafa hér uppi undir fundarstjórn forseta.