140. löggjafarþing — 80. fundur,  29. mars 2012.

ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga.

636. mál
[20:28]
Horfa

Valgeir Skagfjörð (Hr) (andsvar):

Frú forseti. Það er rétt að upplýsa hv. þm. Pétur Blöndal um afstöðu þess sem hér stendur. Það hefur alla tíð verið sannfæring mín að það sé mjög mikilvægt fyrir þessa þjóð að fá að koma að því að semja nýja stjórnarskrá. Sá sem hér stendur hefur að minnsta kosti ekki verið keyptur og það hefur enginn verið keyptur, þetta stjórnarskrármál hefur alla tíð samrýmst stefnuskrá Hreyfingarinnar. Það er mjög mikilvægt mál og ég tel mikilvægt að því verði lokið helst í kvöld, það er mjög mikilvægt. En það er alveg klárt að þingmenn Hreyfingarinnar hafa ekki verið keyptir, ég fullyrði það.