140. löggjafarþing — 80. fundur,  29. mars 2012.

ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga.

636. mál
[20:33]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég er mjög ánægður að heyra myndlíkingu hv. þingmanns við leikrit, að búið sé að skrifa handrit og að þjóðin eigi að taka þátt í þeim skrifum. Þess vegna er ég núna að fara í gegnum það efnislega þannig að þjóðin geti áttað sig á því hvað stendur í handritinu.

Ég vil spyrja hv. þingmann og nota myndlíkingu: Segjum að þjóðin samþykki í sumar handrit að ástarsögu en svo komi Alþingi seinna og breyti því í hryllingssögu. Hvað finnst hv. þingmanni um það?