140. löggjafarþing — 80. fundur,  29. mars 2012.

ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga.

636. mál
[21:39]
Horfa

Unnur Brá Konráðsdóttir (S) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Ég hvet hv. þingmann og formann þingflokks Samfylkingarinnar til að tefja ekki umræðuna með þessum tilhæfulausu orðum sínum og hleypa þingmönnum eins og mér, sem hef ekki haldið eina einustu ræðu við þessa umferð málsins, í ræðustól til að flytja mitt mál.