140. löggjafarþing — 80. fundur,  29. mars 2012.

ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga.

636. mál
[23:37]
Horfa

Forseti (Ásta R. Jóhannesdóttir):

Forseti biður um hljóð í þingsalnum og hvetur þingmenn til að virða tímamörk og gefa ræðumönnum hljóð til að flytja mál sitt. Það geta allir komið og tekið til máls um fundarstjórn forseta en forseti mælist til að hv. þingmenn gefi þá hver öðrum hljóð til að taka til máls.