140. löggjafarþing — 80. fundur,  29. mars 2012.

ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga.

636. mál
[23:41]
Horfa

Jón Gunnarsson (S) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Það er alveg magnað að hlusta á stjórnarmeirihlutann í umræðu um þetta mál. Í dag hefur fundartími sennilega staðið í um 600 mínútur. Tíu af 16 þingmönnum Sjálfstæðisflokksins hafa tekið til máls í þessari umræðu í takmörkuðum ræðutíma, tíu af 16 þingmönnum. Að saka flokkinn um eitthvert málþóf í þessu merkilega máli [Háreysti í þingsal.] er náttúrlega bara tilraun til að moka yfir eigin skít, (Gripið fram í.) ekkert annað, þetta er tilraun til að moka yfir eigin skít.

Þannig hefur verið haldið á þessu máli að það er stjórnarflokkunum til mikils ósóma hvernig það hefur gengið fram. [Frammíköll í þingsal.] Að binda þessa atkvæðagreiðslu um stjórnarskrá lýðveldisins einhverri dagsetningu við forsetakosningar í sumar — til hvers þarf þess? Ef stjórnarflokkarnir vilja halda þjóðarkosningu um þetta mál (Forseti hringir.) þá bara gera þeir það. En það er lágmarkskrafa allra þeirra sem vinna í lýðræðisríki að umfjöllun um málefni eins og stjórnarskrá sé gefinn sá tími (Forseti hringir.) sem henni ber og það á ekki að bjóða okkur upp á svona málflutning. (Gripið fram í.)

(Forseti (ÁRJ): Forseti biður um hljóð.)