140. löggjafarþing — 80. fundur,  29. mars 2012.

ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga.

636. mál
[23:52]
Horfa

Mörður Árnason (Sf) (um fundarstjórn):

Forseti. Það hefði þurft að vera þannig eftir efnahagshrunið mikla að allir flokkar og pólitísk samtök hefðu getað tekið höndum saman um að reisa landið úr rústum og skapa því nýjan grundvöll og koma því nokkuð á veg. Það hefur hins vegar verið þannig að Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið of upptekinn af sorgarferli og sorgarviðbrögðum af ýmsu tagi til þess að geta tekið þátt í því með okkur og sennilega verðum við að virða honum það til vorkunnar að vera staddur í einhvers konar götustrákaleik og gaggóstelpustælum.

Við skulum í staðinn strengja þess heit, við hin sem hefur verið falin ábyrgð og höfum umboð, (Gripið fram í: Er það?) að halda þessu verki áfram og skapa með fólkinu (Forseti hringir.) á Íslandi nýja stjórnarskrá. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)