140. löggjafarþing — 80. fundur,  29. mars 2012.

ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga.

636. mál
[23:59]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þingmanni ræðu sína. Hræðsla Sjálfstæðisflokksins við það að almenningur fái að láta í ljós álit sitt á auknu vægi þjóðaratkvæðagreiðslna og þjóðareign á auðlindum er nú öllum augljós. Með klækjabrögðum hafa þeir komið í veg fyrir, að þeir halda, að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram um efnið samhliða forsetakosningum í lok júní nk. Ég hvet eindregið til þess að þrátt fyrir ákvæði laga nr. 91/2010 leiti þingið allra leiða til að þeim takist ekki það ætlunarverk sitt, heldur fari fram þjóðaratkvæðagreiðsla samhliða forsetakosningunum í júní nk. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)