140. löggjafarþing — 81. fundur,  30. mars 2012.

veiðigjöld.

658. mál
[11:06]
Horfa

sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra (Steingrímur J. Sigfússon) (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Varðandi samráð átti ég upplýsingafundi með aðilum meðan á vinnunni stóð, en það skal vissulega viðurkennt að á lokaspretti málsins varð að hafa vinnufrið til að klára frumvarpið og koma því saman. Það var að sjálfsögðu gert í ráðuneytinu og er á mína ábyrgð.

Varðandi áhættufjármagnið er miðað við mjög hærri ávöxtunarkröfur en almennt er stuðst við í ársreikningsaðferðum. Við getum alveg deilt um hvort það sé nóg, hvort 9% að meðaltali sé nóg, en það þykir þó þokkalegt mundi ég segja. Þar til viðbótar að sjálfsögðu er 30% af rentunni sem umfram er. (Gripið fram í.) Hún er auðvitað líka ávöxtun. Við getum líka deilt um hvort það eigi að vera 40% eins og reyndar á að vera á fyrsta árinu eða 35% eins og á að vera á öðru árinu. Það má rökræða um allar þessar viðmiðanir en þær eru ekki deilur um sjálfa grundvallaraðferðafræðina, heldur fyrst og fremst um hvar hin hóflegu mörk liggja.