140. löggjafarþing — 81. fundur,  30. mars 2012.

veiðigjöld.

658. mál
[11:12]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég vil þakka hæstv. ráðherra fyrir að flytja þetta mál sitt, vona að hann hafi verið að gera merkilegri hluti í Kanada á mánudaginn þegar við ræddum hitt málið hans.

Hér eru ýmsar rekstrarlegar forsendur fyrir rekstri sjávarútvegs. Það eru 8 kr. sem má hækka og lækka eftir þörfum ríkisins. Það eru 70% sem má hækka og lækka eftir þörfum ríkisins. Ríkið ætlar að skammta ákveðna ávöxtunarkröfu sem má hækka og lækka eftir þörfum ríkisins. Er þetta ekki orðinn svona sovétbúskapur? Er þetta ekki bara orðinn rekstur þar sem ríkið ákveður og stillir þetta niður á núll, þar til arðsemi sjávarútvegsins verður núll eins og hún var hérna einu sinni þegar við vorum með bæjarútgerðir o.s.frv.? Er ekki rétt sem einn forstjórinn sagði við mig í gær: Má hann ekki bara melda fyrirtæki sitt til ríkisins og fara á laun opinberra starfsmanna og lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna?