140. löggjafarþing — 81. fundur,  30. mars 2012.

fríverslunarsamningur EFTA og Hong Kong, Kína, samningur sömu aðila um vinnumál o.fl.

603. mál
[15:59]
Horfa

Magnús M. Norðdahl (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Þetta er hárrétt. Það er alveg fullt tilefni til að óska utanríkisráðherra og EFTA-ríkjunum öllum til hamingju með þennan árangur því að þetta hefur ekki verið þrautalaust. Það hefur verið mjög mikil andstaða gegn viðskiptasamningum af þessum toga við Kína innan Norðurlandanna, sérstaklega í Noregi og Norðmenn hafa haft í því leiðsögn. Þeir hafa notið dyggrar aðstoðar, stuðnings og aðhalds frá alþjóðasamtökum verkafólks, evrópsku verkalýðshreyfingunni og raunar þeirri íslensku líka þegar við gerðum athugasemdir í bréfi til utanríkisráðuneytisins við þau drög sem fyrst lágu fyrir að þessum samningum, en hér hefur vel tekist til.