140. löggjafarþing — 81. fundur,  30. mars 2012.

fríverslunarsamningur EFTA og Svartfjallalands og landbúnaðarsamningur Íslands og Svartfjallalands.

605. mál
[16:13]
Horfa

Árni Þór Sigurðsson (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Ég tek undir með hæstv. utanríkisráðherra, það er rétt að þó að viðskiptin séu ekki mikil er mjór mikils vísir í þessu efni. Þarna skapast færi á nýjum viðskiptamörkuðum fyrir okkur, eins og ég sagði áðan, en líka fyrir okkur sem þróað og vel stætt og efnað ríki í sjálfu sér að taka þátt í því með þessum ríkjum að byggja upp innviði þeirra og efnahag, og ég tel að mikilvægt sé að við leggjum okkur fram í því efni.