140. löggjafarþing — 83. fundur,  16. apr. 2012.

innlán heimila og fjármagnstekjur.

720. mál
[15:59]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Herra forseti. Raunvextir eru neikvæðir og þeir eru skattlagðir. Afleiðingin er sú að frjáls sparnaður heimilanna lækkar um 160 millj. kr. á dag að raungildi, 5 milljarða á mánuði og 60 milljarða á ári, bæði vegna bruna, sköttunar og úttekta. Sparnaður er núna svipaður og í janúar 2006. Ég vil spyrja hæstv. efnahagsráðherra hvar hann sjái fé myndast í landinu til útlána til einstaklinga og fyrirtækja ef innlán halda áfram að rýrna með þessum hraða áfram.

Svo vil ég spyrja hvort hann telji eðlilegt og réttlátt að skattleggja neikvæðar tekjur.

Svo er ég með spurningu í framhaldi af því hvort hann sé sammála hæstv. innanríkisráðherra, Ögmundi Jónassyni, um að eignarrétturinn sé tímaskekkja.