140. löggjafarþing — 84. fundur,  17. apr. 2012.

breytt skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands.

699. mál
[14:40]
Horfa

forsætisráðherra (Jóhanna Sigurðardóttir) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Hér er að sjálfsögðu um að ræða stjórnartillögu sem lögð er fram af ríkisstjórninni og sé það svo að einstakir þingmenn í stjórnarliðinu, eins og sá sem hv. þingmaður nefndi, hafi einhverjar athugasemdir við þessa tillögu eða vilji gera á henni breytingar þá hlýtur hann annaðhvort að vekja á því athygli í ræðustól eða koma því á framfæri við þingnefnd.

Síðan mun auðvitað koma í ljós við atkvæðagreiðslu um þetta mál það sem ég var að segja, að ég er sannfærð um að það mun hafa meiri hluta á Alþingi.