140. löggjafarþing — 84. fundur,  17. apr. 2012.

breytt skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands.

699. mál
[15:45]
Horfa

umhverfisráðherra (Svandís Svavarsdóttir) (Vg) (andsvar):

Virðulegur forseti. Eins og ég gat um áðan í andsvari fyrr í umræðunni er rætt um að færa heilar stofnanir á milli ráðuneyta. Hins vegar er staða þessara stofnana er mismunandi eftir því hvað rætt er um, eins og ég fór líka yfir, hvort við erum að tala um jarðhitarannsóknir, vatnsafl, jarðveg, vatnafiska eða um hafrýmið eða fiskinn í sjónum. Þetta er bara mjög flókið mál og eins og því er fyrir komið í Stjórnarráðinu núna er nánast ekkert kerfi á því í raun og þess vegna er mjög mikilvægt að ná böndum yfir það.

Ég árétta það og ítreka að þingið á vissulega erindi inn í þessa umræðu og mikið væri gott ef hún væri af uppbyggilegum toga.