140. löggjafarþing — 84. fundur,  17. apr. 2012.

breytt skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands.

699. mál
[16:49]
Horfa

Birgir Ármannsson (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég ætla að láta nægja að spyrja aðeins frekar um hina praktísku þætti. Má skilja orð hæstv. efnahags- og viðskiptaráðherra svo að búið sé að vinna þannig greiningarvinnu og undirbúningsvinnu að þeim breytingum sem hér eru áformaðar að vandalítið verði eða vandalaust að hrinda þeim í framkvæmd fyrir 1. september? Ég spyr vegna þess að það má lesa út úr orðalagi greinargerðarinnar að slík vinna hafi átt sér stað en hins vegar eru engar slíkar greinargerðir, skýrslur eða álitsgerðir birtar með tillögunni. Ég velti því fyrir mér hvort þau áform séu til um útfærslu þessara tillagna sem gera það að verkum að menn geta einhent sér í að hrinda þessu í framkvæmd ef þetta verður samþykkt á þinginu núna í vor.