140. löggjafarþing — 84. fundur,  17. apr. 2012.

breytt skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands.

699. mál
[17:02]
Horfa

Árni Páll Árnason (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Hæstv. ráðherra flutti hér innblásna og góða vörn fyrir hugmyndinni um að hafa eitt efnahags- og fjármálaráðuneyti að norrænni fyrirmynd og benti á Noreg. Það eru alveg efnisrök fyrir því að efnahagsmál og ríkisfjármál séu öll á einum stað, en það vantar algerlega í þessa tillögu röksemdir fyrir kostum þeirrar hugmyndar og göllum versus þeirrar hugmyndar sem lagt var upp með í núverandi ríkisstjórnarsamstarfi um að hafa efnahagsráðuneyti og fjármálaráðuneyti. Hvar er greiningin á kostum og göllum þess að halda áfram við það sem lagt var upp með í upphafi?

Hitt sem hæstv. ráðherra skautaði dálítið létt fram hjá er það að í Noregi er fjármálamarkaðurinn undir fjármálaráðuneytinu. Það er hin almenna norræna regla. Hér er ekki verið að fylgja hinni norsku reglu, hér er verið að búa til séríslenska lausn sem miðar þá við þarfir núverandi ríkisstjórnar og það er ekki rökstutt með hvaða hætti sú lausn á að geta lifað hana og (Forseti hringir.) hennar þarfir.