140. löggjafarþing — 84. fundur,  17. apr. 2012.

breytt skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands.

699. mál
[18:51]
Horfa

Jón Bjarnason (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Það er alveg hárrétt að ákveðnum aðilum var gefinn kostur á að eiga fundi með fulltrúum forsætisráðherra og þeirra ráðuneyta sem hér er um að ræða þar sem þessar breytingar voru ræddar. Allt gott um það. Síðan kemur vafalaust fram í umsögnum viðkomandi félaga og stofnana hvernig þau meta þetta samráð en ég ítreka að mitt mat á því sem kom út úr því samráði var að þeir aðilar sem þarna voru kallaðir til legðust meira og minna alfarið gegn þessum ákvörðunum og teldu þær órökstuddar og illa undirbúnar.

Síðan veit ég að bæði innan landbúnaðar og sjávarútvegs var varað við því að (Forseti hringir.) veikja stjórnsýslu sjávarútvegs og landbúnaðar í því aðildarferli sem er (Forseti hringir.) unnið að í Evrópusambandinu sem það var almennt á móti.