140. löggjafarþing — 84. fundur,  17. apr. 2012.

breytt skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands.

699. mál
[22:38]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir skýr svör. Ég verð að halda áfram að spyrja hv. þingmenn hvort þeir hafi heyrt þetta áður því að sá hv. þingmaður sem hefur hvað mestan þátt tekið í umræðunni hefur ekki heyrt þetta frekar en ég.

Hv. þingmaður nefndi tenginguna við Evrópusambandið, sem ég ætla ekki að endurtaka á þeim stutta tími sem ég hef, hún er augljós, en mig langar að fá að vita hjá hv. þm. Ásmundi Einari Daðasyni: Var það þannig fyrir síðustu kosningar að VG legði áherslu á að standa fyrir utan Evrópusambandið? Var það ekki þannig, virðulegi forseti, að VG lofaði því að sækja um aðild? Mörgum þætti eflaust gott að heyra það frá hv. þingmanni, tíminn líður svo fljótt og fólk er kannski búið að gleyma þessum hlutum. Kannski hv. þingmaður útskýri hvernig þessi kosningabarátta fór fram, var ekki gefið í skyn eða var það ekki stefna VG að sækja um aðild að Evrópusambandinu?