140. löggjafarþing — 84. fundur,  17. apr. 2012.

breytt skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands.

699. mál
[22:40]
Horfa

Ásmundur Einar Daðason (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það má rifja upp að fyrir síðustu kosningar sagði hv. þm. og formaður Vinstri grænna og núverandi hæstv. ráðherra Steingrímur J. Sigfússon, í sjónvarpsviðtali kvöldið fyrir kosningar, að Vinstri hreyfingin – grænt framboð mundi ekki sækja um aðild að Evrópusambandinu á kjörtímabilinu. Þetta var sagt í seinustu sjónvarpsviðtölunum þar sem rætt var við alla formenn stjórnmálaflokkanna.

Síðan leið auðvitað ekki á löngu þar til maður horfði upp á að auðvelt var að snúa við þessari skoðun og við horfum á það í fleiri málum, svo sem eins og þessu máli um Stjórnarráðið í dag. Hv. þm. Jón Bjarnason ræddi það í dag að flokkur hans hefði ályktað gegn þeim breytingum sem nú er verið að leggja til. Þar sjáum við einn kollhnísinn enn.

Hv. þingmaður minntist á bankamálin áðan. (Forseti hringir.) Þar sjáum við einn hringinn enn þannig að maður er orðinn ýmsu vanur í þessum efnum og þetta virðist því miður engan endi ætla að taka.