140. löggjafarþing — 85. fundur,  18. apr. 2012.

breytt skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands.

699. mál
[17:36]
Horfa

forsætisráðherra (Jóhanna Sigurðardóttir) (Sf) (andsvar):

Við munum náttúrlega, virðulegi forseti, eftir þeirri umræðu sem við gengum í gegnum síðast þar sem þetta átti að gerast með lagabreytingu en það var þó samþykkt hér að þetta yrði gert með þingsályktunartillögu, að heiti ráðuneytanna yrðu borin fram með þingsályktunartillögu eins og hér hefur verið gert. Það er ekki gert með lögum. Þetta er skref í rétta átt og ég taldi þá að það væri miklu réttara að hafa þetta með sambærilegum fyrirkomulagi og er í öðrum löndum. Þetta er í formi þingsályktunartillögu sem er önnur leið.

Ég ítreka bara hér það sem ég sagði áðan, við þurfum auðvitað að fara með þessi mál í gegn með lagabreytingum ef það á að breyta stofnanafyrirkomulagi með einhverjum hætti. Það liggur alveg í hlutarins eðli. Mér finnst öll umræðan hafa gengið út á það að við værum að ná okkur í eitthvert vald til að breyta í stjórnsýslunni stofnunum að (Forseti hringir.) (Gripið fram í.) okkar eigin ósk en það mun (Forseti hringir.) koma fram í lagafrumvarpi ef af því verður. Verði þessi tillaga samþykkt verður auðvitað farið yfir þessi mál en það liggur alveg klárt (Forseti hringir.) fyrir varðandi Hafrannsóknastofnun eins og nefndi áðan.