140. löggjafarþing — 85. fundur,  18. apr. 2012.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

727. mál
[18:13]
Horfa

fjármálaráðherra (Oddný G. Harðardóttir) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er rétt sem hv. þingmaður bendir á að stoðin undir þá þingsályktunartillögu sem hér er lögð fram er fagleg vinna, mjög góð, og fyrir hana ber að þakka. Þegar hins vegar verkefnisstjórnin skilaði skýrslu hafði hún raðað upp virkjunarkostunum. Til að hægt væri að fara eftir lögunum þurfti að flokka þessa virkjunarkosti í orkunýtingarflokk, biðflokk og verndarflokk. Það þurfti að gera og þess vegna fóru formenn fagnefndanna, formaður verkefnisstjórnar og embættismenn í iðnaðarráðuneyti og umhverfisráðuneyti í það verk til að hægt væri að fara síðan með þau drög í lögbundið umsagnarferli. Allt ferlið er bundið í lög. Og við hefðum ekki, eins og ég sagði áðan, átt að taka mark á þeim umsögnum sem upp komu (Forseti hringir.) hefðum við auðvitað ekki átt að festa það ferli í lög.