140. löggjafarþing — 85. fundur,  18. apr. 2012.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

727. mál
[18:14]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S) (andsvar):

En er þetta, virðulegi forseti, alveg sannleikanum samkvæmt? Er það rétt að lögin hafi gert ráð fyrir því að eftir margra ára vinnu sem hafði verið framkvæmd af faghópunum þar sem var raðað upp kostum eftir því hversu verðmætir þeir væru fyrir að vera verndaðir, væri þessari röð breytt með einhverri snöggri skoðanakönnun sem byggði á tilfinningasemi og væri svo enn aftur breytt þegar ráðherrarnir breyttu henni.

Ég kalla þetta bara pólitískt fúsk sem hafi ekkert með fagleg vinnubrögð að gera og þetta eyðileggur þessa vinnu. Það er alveg augljóst hvað gerist næst og það er að þegar stjórnarskipti verða verður þessari röð enn aftur breytt þannig að þetta verður allt upp í háaloft (Forseti hringir.) um ókomin ár. Það er verið að brjóta algjörlega þá sátt (Forseti hringir.) sem hefði verið hægt að ná, algjörlega.