140. löggjafarþing — 85. fundur,  18. apr. 2012.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

727. mál
[18:21]
Horfa

fjármálaráðherra (Oddný G. Harðardóttir) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Eins og ég lýsti áðan er að þessu sinni farið eftir bráðabirgðaákvæðinu, sem hv. þingmaður ætti að kynna sér, en drögin að þingsályktunartillögunni fóru í opið ferli og allir þeir sem tilgreindir eru fengu tækifæri til að koma að sínum athugasemdum.

Síðan eru allar umsagnirnar á netinu á rammaáætlun.is þar sem fólk getur farið yfir þær og skoðað. Þar sem eitthvað nýtt kom fram, það sem verkefnisstjórnin hafði ekki unnið með, var það sérstaklega skoðað. Þess vegna voru þessi tvö svæði sérstaklega skoðuð vegna þess að þar komu fram upplýsingar sem þurfti og þarf að skoða nánar.

Ég ítreka að biðflokkurinn er ekki geymsla, heldur eru virkjanir aðeins þar á meðan verið er (Forseti hringir.) að svara spurningum sem upp hafa komið.