140. löggjafarþing — 85. fundur,  18. apr. 2012.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

727. mál
[18:22]
Horfa

Unnur Brá Konráðsdóttir (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Mig langar að byrja á að fagna því að þessi tillaga til þingsályktunar sé loksins komin fram og til meðferðar í sölum Alþingis. Því ber að fagna. Hins vegar er ýmislegt sem verður að ræða í þessari umræðu og það hefur nú þegar komið fram í andsvörum. Vissulega vekja athygli og fjölmargar spurningar þær breytingar sem orðið hafa á flokkun virkjunarkosta, þ.e. þeirra kosta sem víkja frá þeirri röðun sem niðurstöður verkefnisstjórnar bentu til að kostirnir mundu raðast í.

Mig langar að beina einni fyrirspurn til hæstv. ráðherra í fyrri umræðu. Með tillögunni er birt fylgiskjal III sem er niðurstaða könnunar innan verkefnisstjórnar rammaáætlunar. Hversu mikil áhrif, ef nokkur, hafði þessi skoðanakönnun (Forseti hringir.) á niðurstöðuna sem við horfum á hér?