140. löggjafarþing — 86. fundur,  20. apr. 2012.

fjölgun framhaldsskóla.

[11:02]
Horfa

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (S):

Frú forseti. Ég fagna sérstaklega því sem fram kemur í svarinu varðandi okkar gamla sameiginlega skóla, Menntaskólann við Sund, Framhaldsskólann í Mosfellsbæ þar sem er verið að klára hönnun, og fleiri skóla, en þetta eru allt saman skólar sem eru nú þegar starfandi. Eftir stendur, og það kom ekki fram í svari hæstv. ráðherra, hvernig við ætlum að uppfylla þá þörf, sem er nú þegar orðin brýn, að koma fólki inn í skólana. Ég hefði kosið að einmitt á því umrótatímabili sem við höfum upplifað undanfarin ár héldum við áfram með þær breytingar á skólakerfinu til lengri tíma sem allt Alþingi samþykkti, meðal annars styttingu námstíma til stúdentsprófs.

Ég vil gjarnan fá skýrari svör frá ráðherra um hvort við horfum fram á áætlun um framhaldsskóla annaðhvort í Kópavogi eða norðurhluta Reykjavíkur á næstu fimm árum.