140. löggjafarþing — 86. fundur,  20. apr. 2012.

þingsályktunartillaga um framferði kínverskra yfirvalda gagnvart tíbesku þjóðinni.

[11:06]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (Hr):

Forseti. Ég tek undir orð hv. þm. Þórs Saaris og finnst sorglegt og skammarlegt að við fáum ekki tækifæri til að ræða þessi mál á Alþingi og furða mig á því að forseti Alþingis, Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, vilji ekki gefa okkur kost á að nýta tækifærið til að ræða þessi mál þegar forsætisráðherra Kína er hér á landi í boði forsætisráðherra Íslands. Það undrar mig líka að hvorki hæstv. utanríkisráðherra né hæstv. forsætisráðherra vilja vera viðstaddir í þessum óundirbúna fyrirspurnatíma til að ræða við okkur þingmenn um þessi mál. Mér finnst það bara skammarlegt.