140. löggjafarþing — 86. fundur,  20. apr. 2012.

ummæli ráðherra um breytingar á Stjórnarráðinu.

[14:09]
Horfa

Birgir Ármannsson (S):

Hæstv. forseti. Ég vil nota tækifærið við þessa umræðu til að biðja hv. þingmenn að taka ekki lögskýringar hæstv. forsætisráðherra of alvarlega. Ég held að í þessu tilviki sé ekki tilefni til þess. Ég skil vel að þingmenn hafi staldrað við ummæli hæstv. forsætisráðherra hér í fyrradag um þetta efni, enda voru þau í sjálfu sér svolítið söguleg ef við á annað borð kjósum að taka orð ráðherra alvarlega.

Ég held hins vegar að hv. þm. Árni Þór Sigurðsson hafi náð að súmmera hina lagalegu stöðu nokkuð vel upp þegar hann lýsti því áðan að a.m.k. frá 1969 hefur löggjöf og stjórnskipunarframkvæmd á Íslandi einkennst af því að þingið hefur haft með það að gera hvaða ráðuneyti eru starfandi (Forseti hringir.) og enginn vefengt að það samræmdist okkar stjórnarskrá. Þess vegna voru (Forseti hringir.) ummæli forsætisráðherra í fyrradag auðvitað harla óvenjuleg og hlutu að vekja nokkra undrun. En ég bið hv. þingmenn að (Forseti hringir.) taka hæstv. forsætisráðherra (Forseti hringir.) hæfilega alvarlega í þessum efnum.